Home » 2018

Opin vinnustofa hjá Eliso Tsintsabadze og Pavel Filkov

Georgíska listakonan Eliso Tsintsabadze og rússneski listamaðurinn Pavel Filkov eru gestalistamenn Skaftfells í mars og apríl. Laugardaginn 14. apríl opna þau vinnustofu sína, á 3. hæð í Skaftfelli, fyrir gestum og gangandi.

Með ljósmyndatækninni kanna Eliso og Pavel tengsl mannsins við umhverfi sitt, auk þess að miðill sjálfur er ígrundaður og hina sterku löngun að skrásetja umhverfi sitt. Um þessar mundir vinna þau saman að verki um skógrækt á Íslandi og eru að þróa sjónræna framsetningu á einföldu landslagi sem er ríkulegt að trjágróðri.

Á opnu vinnustofunni verða einnig til sýnis önnur verk í vinnslu, ásamt úrvali af analog ljósmynda aðferðum og tækjum, tvílinsu myndavélar, tvísjá, „pop-up“ myrkraherbergi og fleira.

Seinna í mánuðinum munu listamennirnir bjóða nemendum úr Seyðisfjarðarskóla í kynningu og litla smiðju til að skoða tvílinsu ljósmyndun.

Æviágrip

Eliso Tsintsabadze was born in Moscow, USSR. She played chess professionally, but quit to start studying film at VGIK (the All-Russian State University of Cinematography named after S.A. Gerasimov). After her studies she worked on different short movies, documentaries, feature films and animations as a line producer and production crew member and was moving a lot between Russia and Georgia. In 2015, she moved to New York to study photography at the International Center of Photography.

Pavel Filkov is a visual and multimedia artist, photographer and cinematographer. He was born in Ulan Bator, Mongolia. He studied cinematography at VGIK (the All-Russian State University of Cinematography named after S.A. Gerasimov) in Moscow, Russia. In the last several years he worked as a cinematographer in video-art with different artists. He is currently experimenting with his life.