Örlistanámskeið fyrir börn

Föstudaginn 21. október mun gestalistamaður Skaftfells, bandaríska listakonan Morgan Kinne, halda örlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þeim að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir að taka þátt meðan pláss leyfir. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður Morgan til halds og trausts og mun aðstoða við að yfirfæra fyrirmælin á íslenska tungu.

Námskeiðið fer fram á 3. hæð Skaftfells kl. 13:00-15:00.

Þátttakendur eru beðnir um að mæta í fötum sem mega subbast út.