RIFF úrval 13.- 14. okt

Laugardagur, 13. okt, kl. 15: MAÐKAR / LARVA.

Barnamynd frá Suður Kóreu (fyrir fullorðna líka), 50 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=vTw_6Db9sWs
25 X 2 min stuttmyndir um þá félaga Gulan og Rauðan.
Tveir furðulegir maðkar, Gulur og Rauður, búa óafskiptir við niðurfall eitt í bænum. Á þessum leynistað njóta þeir alls kyns drasls sem fólk hefur kastað í ræsið eins og tuggnu tyggjói, bráðnum ís, smápeningum, hringjum og hinu og þessu. Skemmtið ykkur með þessum skemmtilega klikkuðu persónum!

Laugardagur, 13. okt, kl. 17:  FREDDIE MERCURY – THE GREAT PRETENDER.

Bresk heimildarmynd, 107 mín. Sýnd í Seyðisfjarðarbíó, Herðubreið. Um kvöldið verður Queen þema á Skaftfell Bistró.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=arVda4t1et4
Líf söngvarans Freddie Mercury, ferill hans með Queen og sólóferillinn er tekinn fyrir í þessari spánnýju heimildarmynd. Meðal efnis eru sjaldséð viðtöl við Freddie, skyggnst er á bak við tjöldin við myndbandagerð og á tónleikum auk mynda úr persónulegu safni hans. Hápunktar í myndinni eru t.d. óútgefið lag sem Freddie gerði með Michael Jackson auk prufuupptöku af laginu „Take Another Piece of my Heart“ sem hann söng með Rod Stewart. Myndin er sýnd í samstarfi við Mandela Days Reykjavík.

Sunnudagur, 14. okt, kl. 15: MAÐKAR / LARVA.

Barnamynd frá Suður Kóreu (fyrir fullorðna líka), 50 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=vTw_6Db9sWs
25 X 2 min stuttmyndir um þá félaga Gulan og Rauðan.
Tveir furðulegir maðkar, Gulur og Rauður, búa óafskiptir við niðurfall eitt í bænum. Á þessum leynistað njóta þeir alls kyns drasls sem fólk hefur kastað í ræsið eins og tuggnu tyggjói, bráðnum ís, smápeningum, hringjum og hinu og þessu. Skemmtið ykkur með þessum skemmtilega klikkuðu persónum!

Sunnudagur, 14. okt, kl. 17: FOKKENS HÓRURNAR / MEET THE FOKKENS.


Hollensk heimildarmynd, 90 mín. Sýnd í Skaftfelli.
Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=WEan54w4Lp8
„Í gamla daga bankaði löggan á gluggann ef einhver stúlkan sýndi of mikið af ökklanum á sér, núna selja stelpurnar kókaín út úr klefunum sínum.“ Louise og Martine Fokkens eru eineggja tvíburar og vel þekkt andlit í Rauða hverfinu í Amsterdam. Þær voru vændiskonur í yfir fimmtíu ár. Þær losnuðu undan oki melludólganna sinni, ráku eigið hóruhús, og stofnuðu fyrsta óformlega verkalýðsfélag vændiskvenna. Þetta er saga þeirra.

 

Share this news
Deila þessum fréttum

OTHER NEWS

Aðrar fréttir