Sala á listaverkum til styrktar Úkraínu

Sunnudagur 13. mars 2022 kl. 15:00-18:00 í sýningarsal Skaftfells

Skaftfell, ásamt listasamfélagi Seyðisfjarðar, skipuleggur sölu á listaverkum til styrktar Úkraínu. Söfnunarfé mun renna óskipt í sérstakan söfnunarsjóð Rauða kross Íslands til Úkraínumanna sem eiga nú um sárt að binda.

Listaverkasalan fer fram í sýningarsal Skaftfells sunnudaginn 13. mars milli kl. 15:00 og 18:00.

Nú þegar hafa 24 listamenn sem búsettir eru á Seyðisfirði ákveðið að gefa eitt að fleiri verk til þessa mikilvæga málefnis. Skaftfell mun gefa ágóða af völdum veggspjöldum og bókum sem einnig verða til sölu. Þeir sem hafa áhuga að leggja söfnuninni lið geta sent tölvupóst á [email protected].

Við erum ekki með posa á staðnum en hægt er að greiða með reiðufé eða millifærslu.

Ímyndið ykkur FRIÐ, Sköpum FRIÐ, Deilum FRIÐ!

 

mynd: shutterstock