Skaftfell 20 ára

Skaftfell fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og ýmislegt í vinnslu til að fagna áfanganum. T.d. er verið að vinna að útgáfu afmælisrits í samstarfi við Miðstöð menningarfræða, Elfu Hlín Pétursdóttur, með það að leiðarljósi að skjalfesta 20 ára sýningar og menningarsögu Skaftfells. Í útgáfunni verður notast við myndefni, ljósmyndir og útgefið efni tengt sýningum, gestavinnustofum, fræðsluverkefnum og annarri starfsemi Skaftfells þessi tuttugu ár.

[box] Af þessu tilefni köllum við eftir gögnum, í hvaða formi sem er, sem tengist miðstöðinni. Ef þú átt sýningarskrá, veggspjald, ljósmyndir o.s.frv. sérstaklega frá fyrstu árunum endilega hafðu samband s: 472 1632, [email protected]. [/box]