Home »

Skaftfell Bistró

Skaftfell Bistró er á jarðhæð listamiðstöðvarinnar Skaftfells, Austurvegi 42 á Seyðisfirði. Veitingahúsið býður upp á frumlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum mat með nýstárlegum snúningi. Hluti af staðnum er helgaður svissnesk-þýska listamanninum Dieter Roth (1930-1998) sem bjó og starfaði á Seyðisfirði af og til síðustu æviár sín. Auk verka eftir Roth prýða veitingahúsið myndir eftir núlifandi austfirskt listafólk. http://skaftfellbistro.is