Home » 2015

Stigi

Fimmtudaginn 13. ágúst munu sænsku systurnar Gerd Aurell, myndlistarmaður, og Karin Aurell, tónskáld, flytja sjón- og hljóðrænna samstarfsverkefnið Stigi í Bókabúðinni verkefnarými.

Allir velkomnir!

Systurnar hafa undanfarin ár unnið með nálgun sem felur í sér að  Karin spilar á flautu á meðan Gerd teiknar glærur sem eru á myndvarpa, bæð¡ á myndir sem eru tilbúnar og uppspunar á staðnum. Á meðan dvöl þeirra stendur í Skaftfelli hafa þær unnið að nýju verk. Karin hefur safnað ýmsum hljóðum og Gerd ýmsum myndum, innblásturinn kemur frá Seyðisfirði og nærumhverfi.

Gerd Aurell er myndlistarmaður, búsett í Umea Svíþjóð. Hún einbeittir sér mestmegis að teikingu, en vinnur einnig með gjörningaformið, myndbandsmiðilinn og innsetningar. Hún hefur áhuga á að kanna hvernig teikning tengist rými  og tíma í innsetningum og gjörningum. Hún er listrænn umsjónarmaður námskeiðs í fagurfræði í Umea listaháskólanum og rekur listamannarekna rýmið Verkligheten (is. Raunveruleiki) ásamt ellefu öðrum listamönnum í Umea.

Karin Aurell er klassískt menntaður flautuleikari, býr og starfar í Sackville, New Brunswick í Canada. Hún kennir á flautu í tónlistardeildinni í Mount Allison háskóla og Universite de Moncton. Hún er einnig meðlimur í tréblástur kvintettinum Ventus Machina. Hún hefur einkum gaman að vinna með nýja tónlist eftir lifandi tónskáld, „þar sem það getur verið eftir að vinna með þeim látnu“.