Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

/www/wp content/uploads/2018/01/lhi dra 2018 860

Allar leiðir slæmar

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðs sem útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, sækja um þessar mundir. Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni. Þau komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar. Í samstarf við: Dieter Roth Akademían, […]

Read More

/www/wp content/uploads/2017/11/lhi 2018 hopur

Vinnustofan Seyðisfjörður 2018

Síðan 2001 hefur árlega verið haldið tveggja vikna námskeið, Vinnustofan Seyðisfjörður, á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt sé þær sérstæðu aðstæður sem Seyðisfjörður býður upp á. Skaftfell er aðalbækistöð nemenda á meðan á námskeiðinu stendur, þar sem unnið er að þróunarvinnu og listsköpun. Leiðbeinendur eru Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson. Námskeiðinu lýkur með sýningu í sýningarsal Skaftfells sem opnar laugardaginn 3. feb. og stendur til 8. apríl. Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Dieter Roth Akademían, Listaháskóli Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur […]

Read More