Home » 2012

Í VÍKING

Í Draumahúsinu, gestavinnustofan Norðurgötu.
26. – 28. október 2012

Listamannatvíeykið, Hilde Skevik & Guro Gomo, mun bjóða gestum Í víking þrjú kvöld í röð, frá kl. 18:00 – 20:00 í Draumahúsinu.

Norsku listamennirnir munu sýna gjörning sem byggist á sagnahefð og menningararfi frá heimalandi þeirra. Verkið er innblásið af ljóðinu „Terje Vigen“ eftir Henrik Ibsen, þar sem fjallað er um grundvallar og tímalaus gildi.

Enginn aðgangseyrir.