Home » 2015

Tuttugu og fjórir / SjöJafnvægið milli uppgjafar og endurnýjunar virkar sem rythmískur umbreytir frá ljósi yfir í myrkur. Í birtu eru uppi afhjúpandi aðstæður þar sem stöðugt er krafist framleiðni og afkasta. Myrkrið veitir nauðsynlega hliðstæðu, svigrúm til enduruppbyggingar og möguleika á að hverfa frá opinbera sjónarsviðinu.

Fimmtán Fimmtán
Laugardaginn 10. jan kl. 21:00
Erindi í Bókabúðinni-verkefnarými

Tuttugu og þrír Tuttugu og þrír
Mánudaginn 12. jan – föstudaginn 15. jan, kl. 10:00-15:00
Myndbandsverk í Orkuskálanum Dalbotna

Tuttugu og fjórir / Sjö
Dagsetning og tími tilkynnt síðar
Þolrauns gjörningur, bak við Bókabúðina

Æviágrip

Dúettinn GIDEONSSON / LONDRÉ (SWE) var stofnaður árið 2009 vegna sameiginlegs áhuga á mismunandi tegundum tilvistar. Vinnuaðferðir þeirra samanstanda af almennum rannsóknum, opinberum gjörningum og inngripum með þeim ásetningi að afmá mörkin milli viðfangsefnis og listræna afurða. Þungamiðjan í starfi þeirra er hugmyndin um hið þriðja, sem vísar í eitthvað sem er búið til að tveimur einstaklingum og ekki er hægt að eigna öðru hvoru.

www.gideonssonlondre.com