Home » Frontiers in Retreat, 2013-2018

Frontiers in Retreat, 2013-2018

/www/wp content/uploads/2014/09/4 streitishvarf
Streitishvarf, 2014

Efnisorð: Frontiers in Retreat

Frontiers in Retreat, 2013-2018, er vettvangur rannsóknamiðaðra gestavinnustofa með það að markmiði að stuðla að þverfaglegu samtali um vistfræðileg málefni. Stofnað hefur verið nýtt Evrópsk netverk gestavinnustofa, lista- og menntastofnana, listamanna og sérfræðinga í hinum ýmsu greinum. Frumkvæði af verkefninu og skipuleggjandi er HIAP – Helsinki International Artist Programme. Samstarfsaðilar Mustarinda í Finnlandi, Scottish Sculpture Workshop SSW í Skotlandi, Interdisciplinary Art Group SERDE í Lettlandi, Cultural Front – GRAD í Serbíu, Centre d-Art i Natura de Farrera á Spáni og Jutempus í Litháen. Verkefnið er fjármagnað með styrk úr menningaráætlun ESB.

Nánar um verkefnið

Yfir tuttugu listamönnum verður boðið vítt og breytt um Evrópu í rannsóknamiðaðar gestavinnustofur sem samstarfsaðilarnir starfrækja. Staðsetning hvers samstarfaaðila er viðurkennd sem endimörk (frontiers) og verður nálgast hvern stað út frá landfræðipólitískum, félagslegum og hagrænum forsendum. Meðan á verkefninu stendur munu listamennirnir ferðast innan gestavinnustofunetsins, rannsaka einkennandi vistfræðilegt samhengi á hverjum stað fyrir sig, koma á þekkingarmiðlun milli mismunandi greina í frumkvöðlavinnustofum og þróa ný listaverk.

Markmið verkefnisins er að víkka skilning á hnattrænum vistfræðilegum breytingum og staðbundnum áhrifum þeirra á náttúrulegt umhverfi Evrópu með vinnuaðferðum samtímamyndlistar og gegnum þverfaglega nálgun. Frontiers in Retreat er svar við aðkallandi þörf fyrir að endurskilgreina sambandið við staði þar sem fólki með varanlega búsetu fækkar á sama tíma og þeir horfast í augu við aukna athygli sökum mismunandi vistfræðilegra og efnahagslegra ástæðna. Verkefnið nálgast landamæri, tiltekna „náttúrulega staði“ innan Evrópu, sem eru að því er virðist ótengdir þéttbýlissvæðum, sem staði þar sem hnattræn vistfræðilegu athugunarefni í margbreytileika sínum verða augljós.

Skapandi og gagnrýnum afurðum verkefnis verður miðlað staðbundið og alþjóðlega með opinni fræðsludagskrá. Dagskráin verður skipulögð í samstarfi við listmenntunar- og rannsóknastofnanir og samanstendur af nokkrum sýningum sem og rannsóknaröðum. Að auki verður rannsóknarferlinu og vinnan í hverri gestavinnustofu skráð og miðlað með skjalasöfnum, bæði efnislegum og á netinu, um heimasíðu sem tengir staðina hvor öðrum og með útgáfu árið 2018.

Nánari upplýsingar: http://www.frontiersinretreat.org/

FIR-ska_logo_72