Veronika Geiger og Hallgerður Hallgrímsdóttir

Við bjóðum Veroniku Geiger og Hallgerði Hallgrímsdóttur hjartanlega velkomnar sem gestalistamenn Skaftfells í apríl.
Myndlistarfmennirnir Veronika Geiger (Danmörk/Sviss) og Hallgerður Hallgrímsdóttir (Ísland) stunduðu báðar BA nám í ljósmyndun við Glasgow School of Art og seinna lágu leiðir þeirra aftur saman þegar Veronika fór að venja komu sína til Íslands. Þegar þær voru ráðnar til að kenna ljósmyndun saman fundur þær hvað þær voru jafn heillaðar af miðlinum.
Þær nota ljósnæmni silfurs til að gera myndir af Seyðisfirði með því að nota staðbundna ‘camera obscura’ í herbergisstærð. Þannig fara þær aftur til grunnþátta ljósmyndunar ásamt því að taka sér tíma til að skoða stað og velta fyrir sér hvað gerist þegar þú virkilega horfir.
Veronika er með MA í Myndlist frá Listaháskóla Íslands (2016) og Hallgerður er með MFA í ljósmyndun frá Valand í Gautaborg (2019). Listsköpun þeirra er fyrst og fremst linsu-bundin og hafa verk þeirra verið sýnd alþjóðlega.