Aðsókn í gestavinnustofur 2015

Tæplega 180 umsóknir bárust fyrir dvöl í gestavinnustofum Skaftfells á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út 1. september. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og niðurstöður liggja fyrir á næstu vikum. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu alþjóðlegir listamenn dvalið árleg, alls þrír listamenn í senn sem dvelja í einn mánuð eða lengur.

Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stendur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells.

Gestalistamenn Skaftfells eru brú stofnunarinnar við alþjóðlega listheiminn og taka þátt í starfsemi Skaftfells að mörgu leyti; með sýningarhaldi, opnum vinnustofum, listamannaspjalli og fræðslu.