Fréttir

Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda

Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda

Skaftfell kynnir útvarpsþátt sem Frederik Heidemann framleiddi á meðan hann dvaldi sem gestalistamaður í Skaftfelli: Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda Í þessum útvarpsþætti er grafist fyrir um tónlistarverk listamannsins Dieter Roth og fólksins sem umkringdi hann á Íslandi og í Sviss. Þrátt fyrir að Roth sé vel rótgróin í sögu vestrænna listastofnana, eru tónlistarverk hans og útgáfa, „Dieter Roth Verlag“, minna þekktir kaflar í sögunni um listsköpun hans. Í þessum klukkutíma þætti verða spiluð verk eftir listamenn eins og André Thomkins, Vera Roth, Hermann Nitsch, Colette Roper, Nam June Paik og fleiri. Þátturinn er framleiddur af listamanninum Frederik […]

Read More

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónleika með gestalistamönnum Skaftfells í febrúar: Solveigu Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þóri Frey Höskuldssyni og Fjólu Gautadóttur. Sunnudaginn 25. febrúar kl 16.00 í sýningarsal Skaftfells. Þar fáum við að líta á og leggja við hlustir á það sem listamennirnir hafa unnið að undanfarnar vikur. Um er að ræða málverk, hljóðverk og rannsóknir. Viðburðurinn fer fram á ensku og kaffi og kleinur verða í boði. Klukkan 17.00 munum við ganga yfir í Seyðisfjarðarkirkju þar sem Frederik Heidemann mun flytja píanóverk eftir Colette Roper sem upprunalega voru gefin út af Dieter Roth Verlag. Öll velkomin. […]

Read More