Gestavinnustofur

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Við bjóðum Söru Nielsen Bonde velkomna sem gestalistamann Skaftfells. Bonde (f.1992) frá Sønderborg í Danmörku, stundaði nám við Listaháskóla Suður-Jótlands í Danmörku og seinna við konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi þaðan sem hún hlaut meistaragráðu árið 2019. Hún stundaði skiptinám í Noregi við Listaháskólann í Tromsö og við Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Verk Bonde lúta að myndhöggvaralist þar sem hún vinnur með innsetningar utandyra. Hún hefur áhuga á því hvernig efni færast á milli þess að vera skilyrt af náttúru, menningu og iðnaði. Undanfarin ár hefur Bonde lokið við nokkrar varanlegar uppsetningar í Svíðjóð.

Velkominn Jonas Bentzer

Velkominn Jonas Bentzer

Við bjóðum Jonas Bentzer hjartanlega velkomin sem gestalistamann Skaftfells í Nóvember. Jonas vinnur hugmyndalega með skúlptúr og skúlptur sem athöfn. Verk hans geta innihaldið skilyrði fyrir, ummerki um eða verið viðvarandi athöfn. Skúlptúrarnir eru oft lifandi og eru hluti af eða mynda kerfi. Undanfarin ár hefur hann unnið að því að vinna í samstarfi við sitt ó-mannlega umhverfi. Verk hans rannsaka náttúruna og eru tilraun til að ná til, meðhöndla og skilja umhverfi okkar.  Þetta gerir hann oft með því að smíða tæknilega lausnir. Oft á tíðum mjög flóknar lausnir sem líkja eftir mjög einföldum látbrögðum í náttúrunni. Með þessu […]

Read More