2014

Skoðunarferð – Minna Pöllänen

Minna Pöllänen flytur gjörningin “Skoðunarferð”, sem er hluti af sýningunni (MAL)FUNCTION og stendur yfir í Bókabúðinni. Sökum færðar verður ekki farið í göngutúr eins og stóð til heldur mun gjörningurinn fara fram í rýminu. Með kennileiti og arkitektúr bæjarins að leiðarljósi mun Minna tengja Seyðisfjörð við tvíburabæ sinn, Vantaa sem er staðsettur í Suður-Finnlandi

(MAL)FUNCTION

(MAL)FUNCTION

Verið velkomin á sýningu Jukka Hautamäk og Minna Pöllänen í Bókabúðinni-verkefnarými þriðjudaginn 16. desember kl. 17:00. Jukka Hautamäk heldur tónleika kl. 18 á opnunardaginn. Einnig mun Minna Pöllänen vera með útigjörning, Skoðunarferð, fimmtudaginn 18. des kl. 18. Lengd 30, á ensku. Klæðist eftir veðri. Opið daglega 17. – 19. desember 2014, opið frá kl. 15-18 Listamaðurinn Jukka Hautamäki (b. 1971), er fæddur í Oulu en býr og starfar í Helsinki, Finnlandi. Jukka vinnur með fundin efni, rafeindatækni, hljóð, ljós og myndband. Í Bókabúðinni-verkefnarýni sýnir Jukka ný “gerðu það sjálfur” hljóðtæki sem hann hefur unnið að meðan á dvöl hans stóð í gestavinnustofu […]

Read More