Yfirstandandi sýningar

Sjávarblámi: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson

Sjávarblámi: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson

21. júní – 27. septemberBryndís Snæbjörnsdóttir & Mark WilsonSýningarstjóri Æsa Sigurjónsdóttir. Opnun 21. júní kl. 16:00 Hvaða hvalir koma til íslands á sumrin?Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?Slíkar spurningar hafa lengi heillað listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en í verkum sínum rannsaka þau fjölþætt samskipti manna og annarra dýra. Í þessu nýja verkefni, á sýningunni Sjávarblámi, rekja þau ferðir einstakra hvala við Íslandsstrendur. Þau sigldu á haf út með vísindafólki sem kannar göngur og hljóðsvið hvala og kynntu sér hvernig síbreytileg umhverfisjónarmið byggja ætíð á gildismati mannsins. Þau rifja upp heimildir um hvalreka á Íslandi […]

Read More

Jarð • vegur

Jarð • vegur

Jarð•vegur — Cristina Mariani og Moa Gustafsson Söndergaard24. maí – 27. júní, Vesturveggur, Skaftfell bistróOpið þriðjudaga – laugardaga 15:00-23:00 Verið velkomin á opnun nýrrar sýningar á Vesturvegg Skaftfell bistró föstudaginn 24. maí klukkan 16.00. Í sýningunni jarð•vegur kallast á verk tveggja gestalistamanna Skaftfells; Cristinu Mariani og Mou Gustafsson Söndergaard sem hafa undanfarna tvo mánuði unnið hlið við hlið hver að sínum verkum sem bæði sækja efnivið í nærumhverfi Seyðisfjarðar. Verkin eru unnin í @prentverkseydisfjordur. Verk Mou Gustafsson Söndergaard „Það sem flæðir gegnum mínar hendur fæðir gegnum jörðina “ er röð mynda sem unnar voru í eins mánaðar dvöl í Skaftfelli […]

Read More