Fimmtándi LHÍ nemendahópurinn kominn til Seyðisfjarðar

Nemendur Listaháskóla Íslands eru komnir til Seyðisfjarðar í annað sinn á þessu ári til að taka þátt í námskeiðinu, Seyðisfjörður vinnustofa. Þetta mun vera í 15 skipti sem námskeiðið er haldið og leiðbeinendur eru sem áður Björn Roth og Kristján Steingrímur.

Vinnustofan stendur í tvær vikur og munu nemendur deilda ljósmyndum frá ferlinu á lhisod.tumblr.com.

Námskeiðið endar með opnun á sýningu laugardaginn 1. nóvember kl. 16:00 í sýningarsal Skaftfells þar sem sýnd verða verða glæný verk unnin á tímabilinu.

Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Listaháskóli Íslands, Dieter Roth Akademían, Skaftfell, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsa innanbæjar aðilar.

Fyrri námskeið og sýningar:

2014, Veldi

2013, Trarappa

2012, Skáskegg á VHS+CD

2011, Annan hvern dag, á öðrum stað

2010, Hand Traffic In The Box

2009, Kippuhringur

2008, Harware/Sofware

2007, El Grillo

2006, Sleikjótindar

2005, Austrumu kontakts

2004, Rjómskip

2003, Akustinen Estetiikka

2002, Skaftfell, On the Rót – 80 dýr

2001, Skaftfell á Færi