Nýtt ár 2010

Þá er hafið nýtt starfsár í Skaftfelli. Hér ríkir gleðin ein og dagskrá ársins ástæða tilhlökkunar. Skaftfell mun á árinu auka enn við hlutverk sitt í fræðslumálum, taka á móti miklum fjölda listamanna frá öllum heimshornum og standa fyrir sýningum á verkum listamanna af öllu tagi. Gestavinnustofurnar eru full bókaðar út árið og mætti vel bæta við húsnæði undir þann fjölda sem hingað vill sækja. Yfirstandandi sýning, Fjallahringur Seyðisfjarar hefur verið mjög vel sótt og bókin sem gefin var út í tilefni hennar seldist upp nær samstundis. Hún verður þó væntanlega endurútgefin með vorinu og ættu því allir sem vilja að geta náð sér í eintak. Sýningin stendur til 31. janúar og er opin mið – fim frá 13:00 – 17:00 og fös – sun frá 12:00 – 22:00.

Skaftfell_garc3b0ar_eymundsson_exhibition_291109_033
Fjallahringur Seyðisfjarðar. Ljósm. Nikolas Grabar

Fjallahringur Seyðisfjarðar. Garðar Eymundsson. Blýantsteikning.
Fjallahringur Seyðisfjarðar. Garðar Eymundsson. Blýantsteikning.

Hérna að neðan er dagskrá ársins 2010 eins og hún lítur út í dag.

Sýningar í sal

  • Sýning nemenda á námskeiði Dieter Roth Akademíunar, Listaháskóla Íslands, Tækniminjasafns Austurl. og Skaftfells
  • Ásgeir Emilsson – Líf og list
  • Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer
  • Björn Roth

Vesturveggur og Bókabúð
Áættluð 20 verkefni á árinu, sýningar, námskeið og aðrar uppákomur. Dagskráin er í stöðugri mótun og tillögur eru vel þegnar! Áhersla verður lögð á gestalistamenn og listamenn í héraði.

Fræðsla

  • Árlegt námskeið Dieter Roth Akademíunar, Listaháskóla Íslands, Tækniminjasafns Austurl. og Skaftfells
  • Fræðsluverkefni Skaftfells fyrir Grunnskólana á Austurlandi – Hugmyndavinna
  • Myndmennt 7. – 10. bekkur Seyðisfjararskóla
  • Alþjóðleg námskeið fyrir mastersnema í myndlist, unnið með Dieter Roth Akademíunni