Untitled (Speechless)

 

20.03.12-24.03.12
Bókabúð-Verkefnarými
Kl. 20-22.

Myndbandsverkið Untitled (Speechless) eftir listamanninn Fernando José Pereira verður til sýnis í Bókabúð-Verkefnarými, á kvöldin frá kl. 20 – 22. Fernando er gestalistamaður Skaftfells.

Fernando José Pereira (f. 1961, Porto) útskrifaðist með gráðu í myndlist úr the Arts School of Oporto, Portúgal og PhD úr the Faculty of Fine Arts of Pontevedra, Spánn. Vinnuaðferðin sem Fernando aðhyllist fellur undir hugtakið “Post media”, þ.e. að við gerð listaverksins einskorðar listamaðurinn sig ekki við einn miðill heldur velur þann sem hentar hugmyndinni á bak við verkið. Fernando notast helst við myndbandsmiðilinn, ljósmyndun og teikningu.

Viðfangsefni Fernando tengist samspili listar og manngerðar náttúru, og miðlun að hálfu stjórnvalda. Síðustu ár hefur hugmyndin um rotnun / eyðileggingu sem tegund líkingamáls átt hug listamannsins. Tengin við raunveruleikann er nálæg, en ekki auðskiljanleg eins og list ætti að vera.

Fyrir nánari upplýsingar: http://www.virose.pt/fjp