Home » 2015

KYNNING

Föstudag – sunnudag, 27. -29. mars,  í Bókabúðinni-verkefnarými

Á sýningunni KYNNING  gefur að líta afrakstur eftir tveggja mánaða vinnudvöl á Seyðisfirði.

Verið velkominn á opnunina föstudaginn 27. mars kl. 20:00. Listamaðurinn mun einnig kynna vangaveltur sem komu fram á meðan á vinnuferlinu stóð.

Laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 11:00-15:00.

Verk myndlistarmannsins Cai Ulrich von Platen (f.1955) samanstanda af málverkum, skúlptúrum, innsetningum, ljósmyndum og myndbandsverkum. Verk hans gefa tilefni til mjög sérstæðra og persónlegra sýninga, kvikmynda og bóka. Samhliða tekur hann þótt í fjölmörgum listrænum samstarfsverkefnum og listamannastýrðum sýningum.