Post Tagged with: "Frontiers of Solitude"

/www/wp content/uploads/2016/05/fos jm img 0991

Frontiers of Solitude – verkefnakynning

Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfelli. Á tímabilinu apríl 2015 – apríl 2016 tóku 20 listamenn þátt í verkefninu með aðkomu og þátttöku sinni að gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðöngrum, vinnnustofum, málþingi og sýningarhaldi. Í verkefninu veltu listamennirnir fyrir sér yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl milli síð-iðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu voru útfærð með tilliti til vistfræðilegra og félagshagfræðilegra áhrifa sem orkuiðnaður og námugröftur hefur á tiltekið landslag í Tékklandi, Noregi og Íslandi. Í þessu samhengi var sex listamönnum frá þátttökulöndum boðið á Austurland í ágúst […]

Read More

Ljósmyndir frá opnun Frontiers of Solitude í Prag

Ljósmyndir frá opnun Frontiers of Solitude í Prag

Lokahnykkurinn í tékkneska, norska og íslenska samstarfsverkefninu Frontiers of Solitude fór fram dagana 4.- 6. febrúar í Prag. Þá var opnuð sýning á verkum eftir 19 listamenn og efnt til málþings þar sem rýnt var í og borin saman sjónarhorn og reynsla þátttakenda. Verkefnið Frontiers of Solitude beinir sjónum sínum að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í landslagi og náttúru og veltir upp spurningum útfrá því að maðurinn sé rétt að stíga upp úr iðnbyltingarlífstíl sínum, gildum þessa og áhrifum á náttúruna. Listamenn:  Finnur Arnar Arnarson (IS), Karlotta Blöndal (IS), Gunhild Enger (NO), Þórunn Eymundardóttir (IS), Monika Fryčov (CZ/IS), Tommy Hvik (NO), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannov (CZ), Iselin Lindstad Hauge (NO), Julia Martin (DE/IS), Vladimr […]

Read More