Articles by: Skaftfell Residency

Halló, heyrið þið í okkur?!  Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Halló, heyrið þið í okkur?! Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Laugardaginn 22. október fer fram vinnusmiðja fyrir krakka 8 ára og eldri í Skaftfelli. Smiðjan hefst kl. 10:00 á þriðju hæð Skaftfells og lýkur klukkan 14:00 á sama stað. Á einhverjum tímapunkti verður farið í gönguferð um bæinn. Boðið verður upp á hádegismat um miðjan dag. Þátttaka í námskeiðinu er gjaldfrjáls. Skráning á [email protected] Í þessari skapandi vinnusmiðju sem er þróuð og leidd af Önnu Margréti Ólafsdóttur og Signýju Jónsdóttur munum við kanna loftslagsmálin í samhengi við nútímann en einnig horfa til framtíðar. Hvað vitum við? Hvað viljum við vita? Er hlustað á áhyggjur okkar? Hvernig mætum við komandi breytingum […]

Read More

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Verið velkomin á listamannaspjall með gestalistamönnum Skaftfells! Miðvikudaginn 28. september kl. 17:30-18:30 í íbúð Skaftfells (efsta hæð). Kaffi og smákökur verða í boði. Brooke Holve býr og starfar í smábænum Sebastopol, Kaliforníu, um klukkustund norður af San Francisco. Hún dregur innblástur af náttúrulegum ferlum í landslaginu og rannsaka verk hennar eðli mótunar, einkum samspil innri/ytri ferla við efni og tungumál. Brooke er gestalistamaður Skaftfells í september 2022. Catherine Richardson býr og starfar á milli London, Englandi og Healdsburg, Norður-Kaliforníu. Verk hennar, sem samanstanda að mestu af teikningum og málverkum gerð með mismunandi aðferðum, kortleggja landslag og eru upplýst af jarðfræðilegri uppbyggingu þess, […]

Read More