Articles by: Skaftfell Residency

Jessica Auer: Selected Photographs from Looking North

Jessica Auer: Selected Photographs from Looking North

23. janúar – 2. apríl 2023, Skaftfell Bistró  Ljósmyndir úr myndaröðinni Horft til norðurs, eftir listakonuna Jessicu Auer sem býr á Seyðisfirði, verða sýndar í Skaftfell Bistró frá 23. janúar til 2. apríl 2023. Horft til norðurs var fyrst sýnd sem aðalsýning á Þjóðminjasafni Íslands í Reykjavík 2020. Innsetningin í Skaftfelli er fyrsta skiptið sem myndir úr myndaröðinni eru sýndar almenningi síðan þeirri sýningu lauk fyrir tveimur árum. Jessica er frá Québec í Kanada en flutti til Seyðisfjarðar þegar ferðamannabylgjan á Íslandi var að ná hámarki. Myndaröðin Horft til norðurs er afrakstur fimm ára ferðalaga Jessicu um Ísland, kynnum hennar […]

Read More

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

7. desember opnaði sýningin Gardening of Soul: Introduction í House of Arts, Ústi nad Labem, Tékklandi. Sýningin er sú fyrsta í röð sýninga og gestavinnustofa sem eru afrakstur alþjóðlega samstarfsverkefnisins Gardening of Soul: In Five Chapters, sem Skaftfell tekur þátt í ásamt átta öðrum stofnunum frá Hong Kong, Króatíu, Ítalíu, Suður-Afríku, Þýskalandi, Austurríki og Úkraínu. Verkefnið er leitt af House of Arts. Skaftfell lagði til tvö verk á þessa sýningu, innsetningu sem sýnir Tvísöng (Lukas Kühne, 2012) og bókverk sem skrásetur samfélagsverkefnið Hafnargarð (2012-áframhaldandi). Bæði listaverkin eru staðsett á Seyðisfirði.  „Með því að nota heimildarmyndaform eða enduruppsetningar sýnir sýningin listaverk […]

Read More