Fræðsluverkefni

Skeyti til náttúrunnar

Skeyti til náttúrunnar

Listfræðsluverkefni Skaftfells haustið 2021, Skeyti til náttúrunnar, var þróað af myndlistarmanninum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í tengslum við sýninguna Slóð sem hún og myndlistarmaðurinn Karlotta Blöndal opnuðu í sýningarsal Skaftfells 25. september sama ár. Markmið verkefnisins var annars vegar að kynna Morse-kóða fyrir nemendum og segja frá notkun hans á ritsímastöð Seyðisfjarðar í grófum dráttum. Hins vegar að sýna hvernig nota má skapandi hugsun með þekktum kerfum eins og Morse og setja í sjónrænt samhengi og víkka þannig út samhengi hluta. Þessir þættir voru svo fléttaðir inn í umhverfis- og náttúruvernd og nemendur vaktir til umhugsunar um samband sitt við náttúruna […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/03/n t samsett 2018 1200

Nína og Gunnlaugur – Alls konar landslag

Útgangspunktur verkefnisins er sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Schevings (1904-1972) sem ber heitið Alls konar landslag. Nemendum í 5.-7. bekk víðsvegar af Austurlandi verður boðið í leiðsögn um sýningu Skaftfells og listasmiðju sem er hugsuð sem kveikja að stærra verkefni sem nemendur munu vinna í kjölfarið t.d. í myndmenntatímum. Leiðbeinandi er Oddný Björk Daníelsdóttir, listfræðingur. Verkefnið skiptist í þrjá hluta: I. Hluti: Leiðsögn og listsmiðja í Skaftfelli Nemendur munu kynnast verkum Nínu og Gunnlaugs, skoða þau í samhengi við listasöguna og jafnframt kryfja innihald, tjáningarform og listræna þróun þessara tveggja listamanna. Nína og Gunnlaugur voru samtímamenn en […]

Read More