Articles by: Skaftfell Residency

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Velkomin Sara Nielsen Bonde

Við bjóðum Söru Nielsen Bonde velkomna sem gestalistamann Skaftfells. Bonde (f.1992) frá Sønderborg í Danmörku, stundaði nám við Listaháskóla Suður-Jótlands í Danmörku og seinna við konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi þaðan sem hún hlaut meistaragráðu árið 2019. Hún stundaði skiptinám í Noregi við Listaháskólann í Tromsö og við Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Verk Bonde lúta að myndhöggvaralist þar sem hún vinnur með innsetningar utandyra. Hún hefur áhuga á því hvernig efni færast á milli þess að vera skilyrt af náttúru, menningu og iðnaði. Undanfarin ár hefur Bonde lokið við nokkrar varanlegar uppsetningar í Svíðjóð.

Celia Harrison nýr forstöðumaður

Celia Harrison nýr forstöðumaður

Celia Harrison hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Listamiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. janúar næstkomandi.  Celia hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir list og hefur unnið sem listrænn stjórnandi, framleiðandi og sýningarstjóri og hefur verið búsett á Seyðisfirði síðan 2015. Hún hefur gengt lykilhlutverkum sem stjórnandi listastofnana bæði á Nýja Sjálandi og Íslandi, fyrir skemmstu hjá LungA skólanum og sem með-stofnandi af menningar- og félagsheimilinu Herðubreið ásamt listahátíðinni List í ljósi.  Celia er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún lagði áherslu á að rannsaka samfélagsþróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskoranna. Í hugleiðingum um Skaftfell […]

Read More