Articles by: Skaftfell Residency

Velkomin Katia Klose

Velkomin Katia Klose

Við bjóðum Katiu Klose hjartanlega velkomna í gestavinnustofu Skaftfells í mars. Katia, fædd árið 1972 í Berlín, vinnur sem ljósmyndari og fyrirlesari í Leipzig, Þýskalandi. Kjarninn í verkum hennar er könnun á veruleikanum með tilliti til munúðlegra og ljóðrænna eiginleika hans. Eiginleiki ljósmynda sem heimild blandast saman við rannsókn á duldum tengslum mannlegrar tilveru í samræðum við umhverfi og náttúru. Í dvöl hennar á Seyðisfirði býst hún við nýjum hvötum sem auðkennast af spennu milli náttúru og sífellt vafasamri notkun siðmenningar þegar kemur að tækni og miðlun. https://www.katiaklose.com/

Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda

Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda

Skaftfell kynnir útvarpsþátt sem Frederik Heidemann framleiddi á meðan hann dvaldi sem gestalistamaður í Skaftfelli: Dieter Roth Verlag: Tónlist, vinir og fjölskylda Í þessum útvarpsþætti er grafist fyrir um tónlistarverk listamannsins Dieter Roth og fólksins sem umkringdi hann á Íslandi og í Sviss. Þrátt fyrir að Roth sé vel rótgróin í sögu vestrænna listastofnana, eru tónlistarverk hans og útgáfa, „Dieter Roth Verlag“, minna þekktir kaflar í sögunni um listsköpun hans. Í þessum klukkutíma þætti verða spiluð verk eftir listamenn eins og André Thomkins, Vera Roth, Hermann Nitsch, Colette Roper, Nam June Paik og fleiri. Þátturinn er framleiddur af listamanninum Frederik […]

Read More