Articles by: Julia Martin

Lucia Gašparovičová: 26 minutes

Lucia Gašparovičová: 26 minutes

10. febrúar, kl. 17:00 – 18:00, Skaftfell Lucia Gašparovičová sýnir ljósmyndaverk “26 minutes” í anddyri Skaftfells föstudaginn 10. febrúar frá 17:00-18:00. Sýningin er partur af List í ljósi. Um “26 minutes”: Það tekur ljós 26 mínútur að berast ljósmyndapappír inni í camera obscura (myrkraboxi). Þetta ferli átti sér stað tvisvar á dag í tvo mánuði, myrkraboxið staðsett á bekk við höfnina á Skagaströnd þar sem sólargangurinn sást vel. 26 minutes er upptaka á tíma og rúmi sem fangar fjölbreytt birtuskilyrði á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Manneskjan stóð í heild sinni 1300 mínútur á sama stað við bekkinn á meðan hún reyndi að fanga þann fjórvíða heim […]

Read More

Vídeóverk í fimm þáttum

Vídeóverk í fimm þáttum

10. febrúar – 10. mars 2023, sýningarsal Skaftfells Opnun 10. febrúar kl. 17:00 – 18:00 Vídeóverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmiss konar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningarsalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin verður opnuð 10. febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar. Sýningin er styrkt af: The Cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurlands.