15.4.2024 — 8.6.2024 Opnun: Laugardaginn 13. apríl, kl.16.00 – 18.00 Sýningin samanstendur af nýlegum ljósmyndum og vídeóverkum eftir kanadíska ljósmyndarann Jessicu Auer sem búsett er á Seyðisfirði. „Heiðin“ er yfirstandandi verkefni sem kannar sögu og þróun vegs 93, hæsta fjallvegar á Íslandi og einu landleiðina til og frá Seyðisfirði. Á veturna er vegurinn lokaður dögum saman og einangrar íbúa frá vistum og restinni af samfélaginu. Þessi einstaki lífsmáti, einangraður og ótryggur, er í róttækum breytingum þar sem 13 kílómetra jarðgöng munu brátt leysa Fjarðarheiði af hólmi. „Heiðin“ skrásetur þessa mikilvægu breytingu í gegnum mismunandi miðla; kvikmyndun, ljósmyndun og frásagnir frá […]
Articles by: Skaftfell Residency
TRIPTYKON innsetning eftir LungA skólan
Sunnudaginn 24. mars opnar LungA skólinn innsetningu í sýningarsal Skaftfell. Innsetningin er hluti af TRIPTYKON lokasýningu nemenda á listabraut sem fer fram á þremur mismunandi stöðum í bænum. Byrjað verður með samkomu í Skaftfelli klukkan 12:00 þar sem stór sameiginleg innsetning mun opna ballið með bjöllu. Sameiginlega innsetningin er bending í átt að samtengja praxís innan listnáms LungA School vorið 2024. Tveir langir armar munu teygja sig í gegnum rýmið og líkja eftir keri eða íláti fyrir verk sem sveima um efnin gagnsæi, síur og ógagnsæi.