Articles by: Skaftfell Residency

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Listamannaspjall + tónleikar: Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónleika með gestalistamönnum Skaftfells í febrúar: Solveigu Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þóri Frey Höskuldssyni og Fjólu Gautadóttur. Sunnudaginn 25. febrúar kl 16.00 í sýningarsal Skaftfells. Þar fáum við að líta á og leggja við hlustir á það sem listamennirnir hafa unnið að undanfarnar vikur. Um er að ræða málverk, hljóðverk og rannsóknir. Viðburðurinn fer fram á ensku og kaffi og kleinur verða í boði. Klukkan 17.00 munum við ganga yfir í Seyðisfjarðarkirkju þar sem Frederik Heidemann mun flytja píanóverk eftir Colette Roper sem upprunalega voru gefin út af Dieter Roth Verlag. Öll velkomin. […]

Read More

Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir

Velkomin Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir

Skaftfell býður Þóri Frey Höskuldsson og Fjólu Gautadóttur hjartanlega velkomin sem gestalistafólk í febrúar. Fjóla er dansari, hljóðhönnuður, rithöfundur og plötusnúður. Hán hefur bakgrunn í bæði klassískum dansi og tónlist og lauk BA námi í dansi og kóreógrafíu frá HZT í Berlín árið 2019. Fjóla starfar sem hljóð hönnuður fyrir dans og gjörningalist í Berlín. Þórir er mynd- og hljóð listamaður með BA gráðu frá ArtScience Interfaculty í Royal Academy of Art í Haag. Verkin hans taka oft á sig form gjörninga í innsetningum þar sem hann blandar saman hljóði, myndum og töluðu máli. Hann stofnaði ásamt öðrum, útvarpsstöðina Útvarp […]

Read More