Articles by: Skaftfell Residency

Sound Bridge eftir Jan Krtička

Sound Bridge eftir Jan Krtička

Sound Bridge eða Hljóðbrúin eftir Jan Krtička er verk sem hann vann að á meðan hann dvaldi sem gestalistamaður Skaftfells árið 2022. Vinnustofudvöl hans var hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu Gardening of Soul. Verkið tengir á hljóðrænan hátt tvo mjög fjarlæga staði og tvær stofnanir sem eru í samstarfi: Skaftfell listamiðstöð á Seyðisfirði, og Ústí nad Labem House of Arts við myndlistar- og hönnunardeild Jan Evangelista Purkyně háskólans í Tékklandi. https://jankrticka.com/SOUNDBRIDGE/

Velominn Michael Soltau

Velominn Michael Soltau

Við bjóðum Michael Soltau hjartanlega velkominn í gestavinnustofu Skaftfells. Fjölmiðlaprófessorinn Michael Soltau, fæddur 1953 í Oldenburg (Þýskaland) býr og starfar í Leipzig og Varel. Í gegnum feril hans sem listamaður hefur hann kannað líkingar á milli náttúru og miðla. Hann setur þannig kastljós á ferli framsetningar í ljósmynda- og margmiðlunarsamhengi. Ímynd og framsetning, sem og skynjun okkar á heiminum sem mótuð er af myndmiðlum, eru sett í sjónræna, staðbundna sviðsetningu. Myndum, hljóðum og innsetningum er þjappað saman í staðbundna heildaryfirlýsingu sem er oft aðeins upplifuð í viðkomandi tímabundnu og staðbundnu samhengi. Ljósmyndun og myndbandslúppur taka þátt í samræðum í rýminu […]

Read More