Fréttir

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Listaháskólanemar opna myndlistarsýningu í Skaftfelli

Hópur þriðja árs myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands dvelja nú á Seyðisfirði og vinna hörðum höndum að sýningu sem opnar í Skaftfelli, Listamiðstöð Austurlands, föstudaginn 26. janúar kl 17.00. Þau dvelja á staðnum í tvær vikur, kynnast fólki og aðstæðum og vinna að list sinni. Þau heimsækja m.a. bræðsluna, fiskvinnsluna, LungA-skólann, vinnustofur listamanna og Geirahús, auk þess að kynnast heimamönnum og sögu staðarins. Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu, ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði t.a.m. áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir í lifandi flutning á opnuninni með nýstofnuðum Morskór, jafnvel með aðkomu heimamanna. Allir eru […]

Read More

Velkomin Heejoon June Yoon

Velkomin Heejoon June Yoon

Skaftfell býður Heejoon June Yoon hjartanlega velkomna sem gestalistamann í janúar. Heejoon June Yoon er þverfaglegur listamaður og kennari. Verk hennar miða að því að afhjúpa vistfræði fáránleikans og óeðlilegs umhverfis innan nútíma samfélagsins með hljóð-og mynd miðlum. Nýleg verk Yoon fjalla um líkama, form og lögun í tenglsum við semíótískar kenningar. Hún dregur innblástur af því hvernig fjölmiðlatækni gefur nýjar leiðir til að skynja og eiga samskipti, og veldur mikið af misskilningi, og er hún að vinna að röð landslagsmynda og portrettmynda af óþekktum klumpum með gervigreind. Hún safnar gögnum vélarinnar sem unnin eru út frá hand teikningum hennar […]

Read More