Fréttir

Opið hús – Paradísareyja stemning í Járnhúsinu

Laugardaginn 21. maí verða áströlsku gestalistamennirnir Kate og Catherine með opið hús í Járnhúsinu á Fossgötu milli 13 – 15 Þær hafa dvalið á Seyðisfirði síðan í byrjun mars við listsköpun, nú er dvöl þeirra að ljúka og því vilja þær bjóða gestum og gangandi í hógværa paradísareyja stemningu í Járnhúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar – allir velkomnir.

Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra

Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra

Bókabúðin – verkefnarými, 18. apríl 2011 Cannibal farm – af innra lífi algengra skeppna, stórra sem smárra. 2011. Olía á striga. 195 cm x 195 cm. Málverkið varð til eins og af sjálfu sér. Fyrst málaði listamaðurinn mynd af svíni Skálanesbóndans sem býr 200 metra frá gestavinnustofunni (svínið) – svo leiddi eitt af öðru og nú er komin niðurstaða. Túlkun verksins er gefin frjáls en þó vonar listamaðurinn að verkið veki frekar upp spurningar fremur en að verða lesið sem einhverskonar skilaboð. Að því sögðu felur verkið þó í sér vísanir í verksmiðju framleiðslu á landbúnaðarvörum. Tom Backe Rasmussen er […]

Read More