Home » Starfsfólk

Starfsfólk

 

Pari Stave, Forstöðumaður

[email protected] / [email protected]

Pari Stave kemur frá The Metropolitan Museum í New York, þar sem hún hefur undanfarin átta ár gegnt stöðu yfirmanns safn- og sýningarstjóra í deild nútíma- og samtímalistar. Áður en hún gekk til liðs við The Met starfaði hún sem listrænn ráðgjafi hjá American-Scandinavian Foundation (ASF). Pari, sem er listfræðingur og sýningarstjóri, hefur unnið að fjölda sýninga, þar á meðal Ragnar Kjartansson: Death Is Elsewhere, sem var skipulögð í samvinnu við Jennifer Farrell og frumsýnd á Met árið 2019. Hún var sýningarstjóri, ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur, af Other Hats: Icelandic Printmaking, skipulögð fyrir International Print Center New York og síðar sýnd á Listasafni ĺslands árið 2018. Árið 2017 skrifaði og skipulagði hún sýningarskrá fyrir Hverfing|Shapeshifting sem sýnd var í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF sýningarstýrði hún ásamt Patricia C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image, sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn Noregskonungs og drottningar til Tyrklands. Hún vann með Timothy Persons að sýningunni, New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 stýrði hún Iceland: Artists Respond to Place, samsýningu í Katonah Museum of Art í New York.

Pari tók við starfi forstöðumanns Skaftfells í maí 2022.

 


 

 

Kamilla Gylfadóttir, Verkefnastjóri

Fræðsla og miðlun

[email protected]

Kamilla Gylfadóttir tók við stöðu verkefnastjóra fræðsludeildar Skaftfells í júlí 2022. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í ítölsku og ferðamálafræði árið 2014, lærði ljósmyndun í Árósum og kvikmyndagerð í Sarajevo og hefur unnið að kvikmyndagerð og uppsetningu sýninga í Berlín og Marokkó. Árið 2020 lauk hún M.A. námi í kvikmyndavarðvörslu og miðlun við Háskólan í Amsterdam. Hún sá um kennslu á listfræðsluverkefni Skaftfells árið 2021 ásamt því að skipuleggja og kenna Skjaldbökuna, námskeið í heimildarmyndagerð sem er hluti af BRAS 2022.

 


 

Fyrri forstöðumenn

2006 – 2011 Þórunn Eymundardóttir

2011 – 2018 Tinna Guðmundsdóttir

2018 – 2020 Gavin Morrison

2020 – 2022 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir & Julia Martin

 

Fyrri gestavinnustofufulltrúar

2012 – 2014 Litten Nýstrøm

2015 – 2022 Julia Martin

 

Fyrri fræðslufulltruar

2015 – 2022 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir

 


2022: Aino Peltola og Netta Alanko (Pekka Halonen Academi, FI), Ra Tack

2021: Magdalena Noga, Ísold Gná Ingvadóttir

2020: Unnur Birna J. Backman

2019: Mary Buckland, Lilaï Licata

2018: Jenny Niinimaa og Ninni Olllikainen (Pekka Halonen Academi, FI), Carlotta von Haebler

2016: Eva Jaskova, AAAD Prague

2015: Lisa Paland, Hochschule Merseburg

2014: Becky Forsythe, Georgian College

2013: Jasmin Meinold, HBK Braunschweig