Home » Starfsfólk

Starfsfólk

 

Celia Harrison, Forstöðumaður

[email protected] / [email protected]

Celia hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir list og hefur unnið sem listrænn stjórnandi, framleiðandi og sýningarstjóri og hefur verið búsett á Seyðisfirði síðan 2015. Hún hefur gengt lykilhlutverkum sem stjórnandi listastofnana bæði á Nýja Sjálandi og Íslandi, fyrir skemmstu hjá LungA skólanum og sem með-stofnandi af menningar- og félagsheimilinu Herðubreið ásamt listahátíðinni List í ljósi. 

Celia er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún lagði áherslu á að rannsaka samfélagsþróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskoranna. Í hugleiðingum um Skaftfell segir hún: “Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands. Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleið og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma. 

Celia tók við starfi forstöðumanns Skaftfells í janúar 2024.

 


 

 

Kamilla Gylfadóttir, Verkefnastjóri

Gestavinnustofa og fræðsla

[email protected] / [email protected]

Kamilla Gylfadóttir tók við stöðu verkefnastjóra fræðsludeildar Skaftfells í júlí 2022 og síðan ágúst 2023 hefur hún séð um gestavinnustofu Skaftfells. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í ítölsku og ferðamálafræði árið 2014, lærði ljósmyndun í Árósum og kvikmyndagerð í Sarajevo og hefur unnið með list og kvikmyndir síðan. Árið 2020 lauk hún M.A. námi í kvikmyndavarðvörslu og miðlun við Háskólan í Amsterdam. Hún sá um kennslu á listfræðsluverkefni Skaftfells árið 2021 ásamt því að skipuleggja og kenna Skjaldbökuna, námskeið í heimildarmyndagerð sem er hluti af BRAS 2022. Hún er hluti af Heimamyndasamsteypunni sem hefur staðið að sýningu á íslenskum heimamyndum síðan 2020.

 


 

Fyrri forstöðumenn

2006 – 2011 Þórunn Eymundardóttir

2011 – 2018 Tinna Guðmundsdóttir

2018 – 2020 Gavin Morrison

2020 – 2022 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir & Julia Martin

2022 – 2024 Pari Stave

 

Fyrri gestavinnustofufulltrúar

2012 – 2014 Litten Nýstrøm

2015 – 2022 Julia Martin

 

Fyrri fræðslufulltruar

2015 – 2022 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir

 


2022: Aino Peltola og Netta Alanko (Pekka Halonen Academi, FI), Ra Tack

2021: Magdalena Noga, Ísold Gná Ingvadóttir

2020: Unnur Birna J. Backman

2019: Mary Buckland, Lilaï Licata

2018: Jenny Niinimaa og Ninni Olllikainen (Pekka Halonen Academi, FI), Carlotta von Haebler

2016: Eva Jaskova, AAAD Prague

2015: Lisa Paland, Hochschule Merseburg

2014: Becky Forsythe, Georgian College

2013: Jasmin Meinold, HBK Braunschweig