Home » Skaftfellshópurinn

Skaftfellshópurinn

Skaftfellshópurinn er grasrótarfélagsskapur stofnaður 1997. Félagsskapurinn stofnaði listamiðstöðina Skaftfelli og hefur æ síðan studd dyggilega við bakið á starfsemi miðstöðvarinnar með óeigingjörnu starfi á ýmsum vígstöðvum, allt frá pólitískum lobbíisma til aðstoðar við múrvinnu.

Í dag hefur Skaftfellshópurinn það hlutverk að vera bakland Skaftfells og standa vörð um starfsemi þessi.

Hópurinn saman stendur af fjölda fólks sem ber hag Skaftfells fyrir brjósti, það sem einkennir hópinn eru tengsl hans annarsvegar við myndlistarheiminn og hinsvegar við Seyðisfjörð.

Hópurinn á tvo fulltrúa í stjórn Skaftfells auk tveggja aðalmanna, þeirra hlutverk er að gæta þess að Skaftfell þróist og dafni í samræmi við upprunalega hugmyndafræði Skaftfells og í takt við alþjóðlega strauma og stefnur í listheiminum.

Auk þess að velja fulltrúa í stjórn Skaftfells er hópurinn til staðar fyrir stjórnendur Skaftfells þegar á þarf að halda, hvort sem það er til skrafs og ráðagerða eða til að leggjahönd á plóg í skilgreindum verkefnum.

Það er mjög gaman að vera meðlimur í Skaftfellshópum, formleg fundarhöld eru í lágmarki en aðalfundur er haldinn á 3 ára fresti, í takt við endurnýjun stjórnar Skaftfells. Aðrir fundir eru fyrst og fremst haldnir til að vinna að verkefnum í þágu Skaftfells og til að njóta þess að hittast. Stjórn hópsins vinnur með forstöðumanni Skaftfells að því að styrkja starfsemi hópsins og leggur mikla áherslu á nýliðun innan hópsins.

Allir sem bera hag Skaftfells fyrir brjósti eru hvattir til að gerast meðlimir í hópnum. Auk þess að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi Skaftfells fá hópmeðlimir einnig regluleg fréttabréf um starfsemina og fara á boðslista fyrir sýningar. Meðlimum hópsins bjóðast einnig sérkjör á völdu efni í verslun Skaftfells og er gefin kostur á að kaupa í forsölu allt efni sem Skaftfell gefur út eða framleiðir sé þess kostur.

Félagsgjöld eru rukkuð árlega og er greiðslan og upphæð hennar valfrjáls þó miðað sé við 2.000 kr. Félagsgjöld frá meðlimum Skaftfellshópsins renna óskipt og óbundin til starfsemi Skaftfells.

[button link=“https://skaftfell.is/skaftfell/saga-og-stofnun/skaftfellshopurinn/umsokn/“ icon=“plus-square-o“ bg_color=“#5a5a5a“]Sækja um aðild að hópnum[/button]