Home » Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Skaftfell hóf árið 2007 markvisst listfræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Síðan þá hefur Skaftfell boðið upp á fjölda verkefna sem fjalla um myndlist og sköpun með einum eða öðrum hætti og eru til þess fallin að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum.


2021-2022

Í listfræðsluverkefnininu Skeyti til náttúrunnar kynntust nemendur bæði notkun og sögu Morse-kóða fjarskiptakerfisins.  Þau notuðu kerfið til að koma áleiðis skilaboðum sínum til náttúrunnar að hætti tíbesku bænafánahefðarinnar. Þessir þættir fléttaðir inn í umhverfis- og náttúruvernd og nemendur vaktir til umhugsunar um samband sitt við náttúruna og nærumhverfi. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið.

 


2020-2021

Listfræðsluverkefnið Húsapúsl byggir á haustsýningu Skaftfells Prefab/Einingarhús þar sem velt er upp snertiflötum nýsköpunar og hefða, fagurfræði og nytsemi. Á sýningunni í Skaftfelli verða dæmi um einingahús og listræna tjáningu frá þremur tímabilum sögunnar sem velta upp spurningum um það hvernig við búum og hvernig við viljum búa. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið. Nánar um sýninguna.


2019-2020

Listfræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2019 tengdist íslenskri alþýðulist. Með því var m.a. velt fyrir sér spurningum á borð við hvað er alþýðulist, hvaðan sprettur hún, hvaða gildi hefur hún fyrir listheiminn og samfélagið? Kynnt var fyrir nemendum hugtakið alþýðulist með áherslu á tiltekna listamenn og verkefni unnin í kjölfarið út frá þeirra nálgunum og vinnuaðferðum. Lögð var áhersla á endurunnið efni. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið.


2018-2019

/www/wp content/uploads/2016/01/20181009 083052

Tíunda listfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Nína og Gunnlaugur – Alls konar landslag og var hluti af BRAS – Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi og List fyrir alla. Útgangspunktur verkefnisins var sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Schevings (1904-1972) í sýningarsal Skaftfells sem bar heitið Alls konar landslag. Nemendum í 5.-7. bekk víðsvegar af Austurlandi var boðið í leiðsögn um sýninguna og listasmiðju auk heimaverkefnis sem nemendum var uppálagt að vinna með myndmennkennaranum sínum. Leiðbeinandi var Oddný Björk Daníelsdóttir, listfræðingur. Nánar um verkefnið. 

 2017-2018

Útgangspunktur listfræðsluverkefnisins Landslag og hljóðmyndir er útilstaverkið og hljóðskúlptúrinn Tvísöngur á Seyðisfirði eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Markmið smiðjunnar var að veita nemendum innsýn inn í hljóð og hljóðmyndir með fyrirlestri, samtali, leik og bókverkagerð. Nemendur voru beðnir um að ímynda sér hljóð sem mynd og velta fyrir sér samband hljóðmynda við náttúruna og nærumhverfi okkar. Einnig fengu nemendur leiðsögn um sýninguna Jaðaráhrif í sýningarsal Skaftfells en sú sýning samanstóð af verkum þriggja listamanna, Kati Gausmann (DE), Ráðhildar Ingadóttur og Richard Skelton (UK). Nánar um verkefnið.


2016-2017

Farandlistsmiðjan, Munnleg geymd og kortlagning minninga,  fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur. Í verkefninu var hugtakið munnleg geymd krufið af nemendum og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett, annars vegar sem hljóðupptaka og hins vegar á sjónrænan máta. Nánar um verkefnið.

 


2015-2016

Skynjunarstofa_2015Skynjunarstofa um liti og form er farandlistsmiðja hönnuð og stýrð af myndlistarkonunni Karlottu Blöndal. Verkefnið gaf nemendum innsýn í myndlist Eyglóar Guðmundsdóttur og Eyborgar Harðardóttur og veitt þeim kynningu á aðferðum við að rannsaka eiginleika lita og forma. Nánar um verkefnið.

 


 2014-2015

stafrænt_handverk_litirStafrænt handverk er verkefni hannað fyrir 5. -7. bekk og leggur áherslu á sköpun, endurvakningu gamals handverks og sjálfbærni.  Nemendur læra að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem hægt er að finna í nærumhverfi. Nánar um verkefnið.


 2013-2014

HallormsstaðarskóliFræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2013-2014 fyrir grunnskólanema Austurlands fjallar um mynd- og tungumál Dieters Roth. Skaftfell bauð nemendum í 5.-7. bekk í leiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“ sem hafði að geyma grafík- og bókverk eftir svissneska listamanninn Dieter Roth. Í kjölfarið tóku nemendur þátt í listsmiðju auk þess sem Tækniminjasafn Austurlands bauð þeim að skoða prentvélar í umsjón safnsins. Nánar um verkefnið.


2010-2011

LHI_11_bodskortFrontÁ skólaárinu 2010 – 2011 var boðið upp á sýningarleiðsögn og verkefni um sýninguna Annan hvern dag, á öðrum stað. Sýning er lokaafrakstur af árlegu námskeiði sem hefur verið haldið í Skaftfelli frá 2001, á vegum Listaháskóla Íslands, Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafnsins. Nánar um sýninguna.


2009-2010

Skaftfell_snc14051Farandnámskeiðið Hugmyndavinna og endurvinnsla í myndlist og sköpun var sett á laggirnar á skólaárinu 2009 – 2010. Markmið námskeiðsins var að læra einfaldar aðferðir til að nálgast hugmyndir og nýta þær við umbreytingu hversdagslegs efniviðs í eitthvað allt annað. Tveir leiðbeinendur fóru 13 skóla og alls tóku 130 nemendur þátt í námskeiðinu í 7.-10. bekk. Hér er hægt að skoða ljósmyndir eru frá Eskifirði.


2008-2009

fraedakistlill_lokadur 001Á skólaárinu 2008 – 2009 var Fræðakistillinn unninn í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Verkefnið gekk út að skoða sambandið milli lista og vísinda á örvandi hátt. Kistillinn fór í alla grunnskólanna á Austurlandi og fékk mjög góðar viðtökur. Nánar um Fræðakistilinn.

 


2007-2008

Isl.Myndl._07Fyrsta fræðsluverkefnið Skaftfells, árið 2007, var unnið í samstarfi við Listasafn Íslands. Sett var upp sýningin Íslensk myndlist: hundrað ár í hnotskurn í aðalsýningarsal Skaftfells og um 300 nemendum úr fjórðungum boðið á stutt námskeið í tengslum við sýninguna. Markmiðið var að auka þekkingu nemendanna á þróun myndlistar og bæta myndlæsi þeirra, einkum og sér í lagi á samtímalist. Nánar um sýninguna.