Home » Þjónusta

Þjónusta

/www/wp content/uploads/2018/01/fraedsluverkefni skaftfell

Skaftfell sinnir fræðslustarfi fyrir börn, ungmenni og fullorðna bæði á Seyðisfirði og fjórðungsvísu.

Frá árinu 2001 hefur Dieter Roth Akademían, ásamt Listaháskóla Íslands, staðið fyrir árlegu námskeiði fyrir útskriftarnemendur myndlistardeildar sem ber heitið Vinnustofan Seyðisfjörður. Á þessum námskeiðum er allur bærinn opnaður fyrir nemendunum, þeir vinna náið með starfsmönnum ýmissa verkstæða og fyrirtækja í bænum að verkum sínum sem þau enda með að sýna í Skaftfelli. Samstarfsaðilar eru m.a. Tækniminjasafn Austurlands og Stálstjörnur.

Árið 2007 hafði Skaftfel frumkvæði að markvissu fræðslustarfi sérsniðnu að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Miðstöðin hefur boðið upp á listfræðsluverkefni sem fjallar um myndlist og sköpun með einum eða öðrum hætti til að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum. Ennfremur hefur miðstöðin unnið náið með Seyðisfjarðarskóla í fjölda ára og m.a. séð um myndmenntakennslu fyrir elstu nemendur skólans.

Nemendur úr framhaldsskólum á svæðinu koma einnig reglulega í sýningarheimsóknir auk þess sem listamenn á vegum miðstöðvarinnar heimsækja skólana og eru með kynningu á sinni listsköpun og vinnuaðferðum.

Önnur verkefni eru sjálfstæðar smiðjur og námskeið, Printing Matter, samstarf við List á landamæra, Dag myndlistar og List fyrir alla.

[box]Til að panta leiðsögn hafið samband við fræðslufulltrúa Skaftfells, [email protected] eða í síma 472 1642.[/box]