Fréttir

Mánudagurinn 25. maí 2009

Um helgina opnaði Ólöf Björk Bragadóttir sýningu á myndum sem hún málaði undir áhrifum af sonnettusveig eftir eiginmanninn, Sigurð Ingólfsson. Sonnettusveigurinn fjallar um ástaratlot manns og konu og er hin erótískasti. Siggi las upp úr sonnettunum á opnuninni og Dætur Satans spiluðu nokkur lög. Þeir sem mættu á opnun voru hressir og kátir og fíluðu prógramið. Í bókabúðinni var sett upp sýning á húsum eftir nemendur Seyðisfjarðarskóla og þar verður hægt að guða á gluggana fram til 7. júní. Sumarliðið streymir í bæinn og stuð stuðullinn hækkar dag frá degi. Við erum að klára að setja saman dagskrána fyrir ÁSeyði […]

Read More

Málþing um Einar Braga og atómskáldin í Þórbergssetri

Málþing um Einar Braga og atómskáldin í Þórbergssetri Málþing um Einar Braga rithöfund hefst kl. 14:00 á uppstigningardegi 21. maí og lýkur kl. 14:00 á föstudeginum 22. maí. DAGSKRÁ Fimmtudagur 21. maí 14:00       Pétur Gunnarsson. Einar Bragi, samtímamaður. 14:30      Eysteinn Þorvaldsson: „Ég sem orðum ann.“ Um ljóð Einars Braga. 15:10      Kaffihlé 15:30      Aðalsteinn Ásberg. „Í mildu frjóregni.“ Um ljóðaþýðingar Einars Braga. 16:00      Jórunn Sigurðardóttir: „… get með sanni sagt að ég elska Sápmi og samísku þjóðina.“ Um Einar Braga og samískar bókmenntir. 19:00       Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá Föstudagur 22. maí 8:30-10 Morgunverður 10:00   Guðbjörn Sigurmundsson: Maðurinn í heiminum. Um tímann, ástina […]

Read More