Fréttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Auglýst eftir forstöðumanni

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumann með brennandi áhuga á myndlist.  Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum.  Starfið felur í sér yfirumsjón með sýningardagskrá, almenna stjórnun, daglegan rekstur og ábyrgð á starfsemi miðstöðvarinnar. Nauðsynlegt er að nýr forstöðumaður hafi búsetu á Seyðisfirði. Hæfniskröfur:  Góð fagþekking á innlendum sem erlendum myndlistarheimi Reynsla á sviði menningarstjórnunar  Þekking og reynsla af menningarmálum […]

Read More

Brenglað, bogið, bylgjað – Ragnheiður Káradóttir & Sara Gillies

Brenglað, bogið, bylgjað – Ragnheiður Káradóttir & Sara Gillies

27. nóvember 2021 – 30. janúar 2022 í sýningarsal Skaftfells Opnar 27. nóvember kl. 16:00-18:00. Opnunartími mán-fös kl. 12:00-20:00, lau-sun kl. 16:00-20:00. Aðgangur í gegnum bistróið á fyrstu hæð. Leiðsögn með listamönnunum fer fram sunnudaginn 28. nóvember kl. 13:00. Á samsýningunni Brenglað, bogið, bylgjað gefur að líta annars vegar málverk eftir Söru Gillies (EN/IS) og hins vegar þrívíð gólfverk eftir Ragnheiði Káradóttur (IS). Verkin vinna þær í sitt hvoru lagi en eiga það sameiginlegt að sköpunarferli beggja einkennist af leikgleði auk þess sem þær vinna báðar út frá innsæi og í samtali við efniviðinn sem leiðir þær áfram að niðurstöðu.  […]

Read More