Fréttir

Íslensk alþýðulist

Íslensk alþýðulist

Ellefta listfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Íslensk alþýðulist og var hluti af List fyrir alla og BRAS 2019. Fengin var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari, til að þróa, hanna og kenna verkefnið. Aðstandendur Safnasafns veittu Guðrúnu bæði aðgang að upplýsingum og myndefni enda teljast þau til helstu sérfræðinga þegar kemur að íslenskri alþýðulist. Öllum grunnskólum innan SSA auk grunnskólanna á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Öxarfirði var boðin þátttaka í verkefninu þeim að kostnaðarlausu. Samtals 14 skólar og 220 nemendur tóku þátt. Leiðbeinandinn ferðaðist í alla skólana og kenndi smiðjuna sem fól í sér um hálftíma kynningu og innlögn um alþýðulist þar […]

Read More

Ingirafn Steinarsson – Hólmi / Elevation

Ingirafn Steinarsson – Hólmi / Elevation

Ný sýning í galleríi Vesturveggur í bistrói Skaftfells. Opið daglega frá kl. 15:00. „Teikningarnar bera vísun í tilraun mannskepnunar til að skilja og skýra upplifun sína og það þekkingakerfi sem af hlýst. Andartaksaugnablik, frosið “Eureka”, guðleg upplifun, þekkingafræðileg sprenging, upplifun ofskynjunarefna eða fullnæging teiknuð upp af nákvæmni.“ Ingirafn Steinarsson útskrifaðist með mastersgráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2005 eftir nám Listaháskólanum í Vín, Austurríki árið 2003 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996-1999. Hann hefur sýnt verk sín á Íslandi síðan 1998 og einnig tekið þátt í sýningum í nokkrum borgum Evrópu og Bandaríkjanna. Hann býr á Seyðisfirði.