Fréttir

/www/wp content/uploads/2018/03/img 9098

Sýningartillagan K a p a l l hlutskörpust

Fyrir sumarsýningu Skaftfells árið 2018 var tekið upp á þeirri nýbreytni að auglýsa eftir tillögum með það að leiðarljósi til að bjóða nýjum aðilum til samtals. Alls bárust rúmlega 30 umsóknir og valdi fagráð miðstöðvarinnar gaumgæfilega tillöguna K a p a l l eftir teymið Aðalheiði Valgeirsdóttur, myndlistarmann, listfræðing og sýningarstjóra og Aldísi Arnardóttur, listfræðing og sýningarstjóra. Á sýningunni verður varpað ljósi á þær miklu breytingar og framfarir sem samskiptatæknin hefur haft í för með sér. Offlæði upplýsinga og sífellt hraðari samskipti nútímans vekja upp hugleiðingu um kapalinn, – strenginn sem símasamskiptin fóru fyrst um á Íslandi fyrir rúmri öld […]

Read More