2008

HlÍÐAR / SLOPES

HlÍÐAR / SLOPES

Sýningarstjóri er Guðmundur Oddur Magnússon. Næstkomandi laugardag kl 14.00 verður opnuð sumarsýning Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi. Sýnd verða ljósmyndaverk eftir Kristleif Björnsson. Sýningin nefnist „Hlíðar“. Kristleifur er fæddur í Reykjavík 1973 en er alinn upp á Egilsstöðum. Hann lærði myndlist og ljósmyndun í Leipzig í 8 ár og útskrifaðist frá prófessor Timm Rautert árið 2003. Eftir það hafði Kristleifur aðstöðu í Klink & Bank við Brautarholt og síðar í Komplexinum við Skipholt í Reykjavík. í byrjun þessa árs fluttist Kristleifur til Berlínar þar sem hann hann býr og rekur stúdíó í Kreuzberg. Um þessar mundir hanga tvö stór verk […]

Read More

PÖDDUSÖNGUR

PÖDDUSÖNGUR

Gunnhildur Una Jónsdóttir og Hilmar Bjarnason ríða á vaðið í sýningaröðinni Sjónheyrn, sem verður á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells í sumar. Gunnhildur sýnir videóverkið IMMERSION frá 2007 með lesnum, enskum texta, ásamt útprentuðum teikningum. Hilmar kynnir hljóðverk sitt, PÖDDUSÖNG frá 2008. Verkið, sem er 70 mín. að lengd er leikið í hádeginu á degi hverjum. Þar má heyra sambland af söng ýmissa skorkvikinda og lestahljóð – semsagt blöndu umhverfishljóða frá vissum stað í Pittsburgh í Pennsylvania í BNA. Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.