2011

Gufubað / Outer station

Gufubað / Outer station

21. júní Austurvegur 48, Bakgarður @23:00 Sumarsólstöðu gufa – takið með baðföt Árið 2004 byggði sænski listamaðurinn Carl Boutard kringlótt, appelsínugult gufubað á Seyðisfirði. Fjölmargir Seyðfirðingar lögðu hönd á plóg, meðal annars starfsmenn trésmiðjunnar Töggur. vélsmiðjunnar stálstjörnur og netagerðarinnar. En svo fór gufubaðið til Sódómu. Árið 2008 kom listamaðurinn aftur og setti gufubaðið upp í bakgarði á Austurvegi á Seyðisfirði. Sumarið 2011 dvelst hann í gestavinnustofu Skaftfells og hyggs tyrfa gufubaðið. Verið velkomin í gufubað á sumarsólstöðum, þá gefst líka tækifæri á að rúlla sér í dögginni. www.boutard.se Uppákoman er hluti af Vertíð – uppákomuröð sumarsins 2011

Trjásafn Seyðisfjarðar

Trjásafn Seyðisfjarðar

28.6. – 1.7. Trjásafnið opið ýmist fyrir eða eftir hádegi, sjá opnunartíma í glugga Bókabúðarinnar – verkefnarýmis 2.7. Uppákoma @ 16.00, hefst í Skaftfelli