Gestavinnustofa Skaftfells 2025

Skaftfell Listamiðstöð á Seyðisfirði býður upp á sjálfstæðar gestavinnustofur fyrir listamenn. Gestavinnustofan veitir listamönnum tækifæri til að vinna í tiltölulegri einangrun á stað sem er einnig heimkynni alþjóðlegs samfélags starfandi listamanna. Gestavinnustofan býður upp á rými fyrir íhugun, sköpun og samvinnu og er tilvalin fyrir listrænar rannsóknir og tilraunir.

Seyðisfjörður er í senn afskekktur og tengdur; hann hefur einu ferjutengingu til meginlands Evrópu en eina tenging bæjarins við næsta bæ og hringveginn er Fjarðarheiði sem oft er ófær á veturna. Þetta skapar sérstaka tvískiptingu einangrunar og tengsla.

Fyrir hverja: Listamenn sem starfa í öllum miðlum. Einstaklingar eða hópar – allt að þrír listamenn geta sótt um saman sem hópur.

Gisting og vinnurými: Listamennirnir dvelja í tveimur húsum í bænum í göngufæri frá Listamiðstöð Skaftfells. Hvert hús býður upp á sérherbergi og aðstöðu fyrir eldamennsku og sameiginlega stofu og vinnurými. Hver rúmar 1-3 listamenn í einu. Ein íbúðanna er staðsett fyrir ofan nýstofnaða samvinnulistaverkstæði Prentverks Seyðisfjarðar og hin er staðstett á þriðju hæð Skaftfells, fyrir ofan sýningarsalinn.

Auk vinnuaðstöðu í íbúðum býður Skaftfell listamönnum upp á að vinna í prentverkstæðinu Prentverk Seyðisfjörður sem Skaftfell er hluti af. Verkstæðið býður upp á faglega prentunaraðstöðu með plássi og búnaði fyrir intaglio (línóskurð, tréskurð, ætingu), letterpress og ýmsa handprenttækni. Fyrir viðbótargjald hafa listamenn einnig möguleika á að vinna í netagerðinni, sameiginlegu vinnustofurými sem hýsir vinnustofur LungA skólans auk nokkurra listamanna á staðnum.

Samfélagsþátttaka: Listamenn hafa tækifæri til að kynna verk sín í opinni vinnustofu, listamannaspjalli eða halda námskeið. Við hvetjum og aðstoðum listamenn til að taka þátt og kynna verk sín fyrir samfélaginu.

Lengd: 6 eða 12 vikur

Tímabil:
Febrúar – Júní

Kostnaður: Gestavinnustofugjald, ferðakostnaður, verkefnakostnaður, og máltíðir greiðast af listamanninum. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að prentverkstæði og stuðningur frá starfsfólki Skaftfells.

6 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sameiginlegu húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergi 130.000 kr. 

6 vikna gestavinnustofa fyrir hópa allt að 3 listamenn sem deila húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergjum 180.000 kr

6 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sér húsnæði, tilvalið fyrir fjölskyldur t.d. 180.000 kr.

12 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sameiginlegu húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergi 240.000 kr. 

12 vikna gestavinnustofa fyrir hópa allt að 3 listamenn sem deila húsnæði og vinnuaðstöðu með sérherbergjum 320.000 kr

12 vikna gestavinnustofa fyrir einstakling í sér húsnæði, tilvalið fyrir fjölskyldur t.d. 320.000 kr.

Umsónarferli:
Umsóknirnar verða skoðaðar af nefnd sem samanstendur af tvem listamönnum auk forstöðumanns Skaftfells og umsjónarmanni gestavinnustofu.

Viðmið: listrænt gildi; staðbundið samhljómur og möguleg samvirkni við samhengi Skaftfells; hagkvæmni vinnutillögunnar; hæfni umsækjanda til að starfa sjálfstætt á faglegum vettvangi. Til að tryggja jafnræði við val okkar á listafólki, leggjum við áherslu á þátttöku á grundvelli kynþáttar, kyns og sjálfsmyndar.

Sæktu um hér: https://podio.com/webforms/29676340/2450324

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við [email protected]

Prentverk Seyðisfjörður
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan sýningarsal Skaftfells
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan sýningarsal Skaftfells
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan sýningarsal Skaftfells
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan sýningarsal Skaftfells

 

Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan sýningarsal Skaftfells
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan Prentverk Seyðisfjörður
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan Prentverk Seyðisfjörður
Gestavinnustofuíbúð fyrir ofan Prentverk Seyðisfjörður
Útsýni úr gestavinnustofuíbúð fyrir ofan Prentverk Seyðisfjörður
Prentverk Seyðisfjörður
Öldugata, þar sem þú finnur Prentverk Seyðisfjörður á neðri hæð og gestavinnustofu á efri hæð.
Skaftfell húsið, þar sem hægt er að finna Skaftfell bistró, sýningarsal, skrifstofu og gestavinnustofu íbúð á efstu hæð.