Advent pop-up búð

Laugardaginn 5. desember verður pop-up búð í Skaftfelli kl. 15:00-18:00

Tilvalið í jólapakka listunnandans!

Í boði verða listaverk eftir ýmsa listamenn á svæðinu og listaverkabækur og bókverk úr verslun Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi. 

Einnig opnar sýningin „Óskyld“ á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells. Um er að ræða ljósmyndaseríu eftir Rafael Vázquez sem er búsettur á Seyðisfirði.

Við hvetjum ykkur til að kíkja við og kanna úrvalið en minnum jafnframt á fjarlægðatakmarkanir og sóttvarnir.

Eingöngu er hægt að greiða með reiðufé eða millifærslu í netbanka.

Í boði:

* selected books from the Skaftfell shop
* artist-designed postcards and booklets
* Skaftfell exhibition posters
* editions by FOSS, Kirsty Palmer, Litten Nystrøm, Piotr Kolakowski and Rafael Vázquez
* wooden furniture by Sóley Guðrún Sveinsdóttir
* drawings by Ingirafn Steinarsson
* paintings by Elsa Jónsdóttir, Laura Tack, Monika Frycková, Rúnar Loftur, Svandís Egilsdóttir and Tóti Ripper
* Skaftfell editions by Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson, Roman Signer, Silvia Bächli/Eric Hattan