Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2017/08/ska haust 2017 500

Opnunartímar í haust

Þegar haustar breytast opnunartímar Skaftfells, eins og gefur að skilja. Skaftfell Bistró: Frá 31. ágúst mun Skaftfell Bistró opna daglega kl. 15:00, eldhúsið lokar kl. 21:30. Frá og með sunnudeginum 10. sept lokar Skaftfell Bistró vegna viðhalds, opnun verður auglýst síðar. Sýningarsalurinn: Sýningin Jaðaráhrif mun verða opin samhliða Bistróinu, daglega frá kl. 15:00-18:00. En frá og með 10. sept verður sýningin opin þriðjudaga, miðvikudaga og um helgar frá kl. 15:00-18:00 fram að sýningarlokum, sunnudaginn 24. sept. Næsta sýning opnar 7. okt. Geirahús fer í vetrarham og lokar fram á næsta sumar.  

/www/wp content/uploads/2017/08/endzeit still skaftfell resize

Sýning á vefþáttaröðinni ENDZEIT

Föstudaginn 25. ágúst mun vefþáttaröðin ENDZEIT (Endalok alls) eftir systkynin Önnu og Jan Groos verður sýnd í gestavinnustofu Skaftfells, Austurvegi 42, 3. hæð kl. 21:00. Þáttaröðin telur sjö þætti, hver er 15-20 mínutur að lengd, og hægt er að streyma þeim beint af www.endzeit.at. Jan Groos (DE) er um þessar mundir gestalistamaður í Skaftfelli. Hann lagði stund á listræna kvikmyndagerð í Harun Farocki í Listaháskólanum í Vín. Í samstarfi við systur sína, Önnu Gross, vinna þau að kvikmyndagerð með sterki skírskotun í fræðilega orðræðu. ENDZEIT (Endalok alls) fjallar um tilbúnu persónuna Daniel Reis. Á meðan á dvöl Jan stendur notar […]

Read More