Fréttir

Opin vinnustofa

Opin vinnustofa

Mánudaginn 30. september Kl. 15:00 – 17:00 Skaftfell gestavinnustofa, Austurvegur 42, 3. hæð Á mánudaginn mun Åse Eg Jørgensen opna vinnustofu sína fyrir gestum og gangandi. Åse hefur dvalið á Seyðisfirði frá ágúst byrjun og unnið að allmörgum verkefnum. Tvisvar sinnum á tímabilinu bauð hún listamönnum, Karena Nomi og Camilla Nörgaar, til að dvelja hjá sér og vinna verk saman með aðstoð frá seyðfirskum listamönnum og grunnskólanemum Seyðisfjarðarskóla. Afrakstur samstarfsins verður til sýnis á morgun. Auk þess hélt hún áfram að vinna að bókverkaröðinni Komplendium og mun á morgun sýna verk 8 – 13 úr röðinni, ásamt fleiri heimilisverkefnum. Åse […]

Read More

Laust í gestavinnustofum

Laust í gestavinnustofum

Vegna óvæntra forfalla er laust pláss í gestavinnustofum Skaftfells október – desember 2013. Þeir listamenn sem ekki eru á biðslista þurfa að senda inn ferilskrá og nokkrar myndir af verkum eða link á heimasíðu á póstfangið [email protected]. Valið verður samkvæmt þeim forsendum sem gefnar eru upp á heimasíðu Skaftfells, sjá frekari upplýsingar á hér. Vegna þess hversu stuttur fyrirvarinn er þurfa þeir listamenn sem hafa áhuga að bregðast hratt við.