Fréttir

Leiðsögn og spjall um myndlist í september

Leiðsögn og spjall um myndlist Í tilefni af sýningu Birgis Andréssonar, Tuma Magnússonar og Roman Signer mun Skaftfell bjóða uppá leiðsögn og almennt spjall um myndlist fyrir hópa af öllum gerðum nú í september. Þetta er kjörið tækifæri til að öðlast innsýn í vinnuaðferðir samtíma listamanna og auka færni í lestri á myndlist. Áhugasamir hafi samband við Skaftfell með tölvupósti, [email protected] eða í síma 472 1632 til að bóka.

Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011.

Gestavinnustofur Skaftfells 2011 Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010 Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt. Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru […]

Read More