Fréttir

Nýtt ár 2010

Þá er hafið nýtt starfsár í Skaftfelli. Hér ríkir gleðin ein og dagskrá ársins ástæða tilhlökkunar. Skaftfell mun á árinu auka enn við hlutverk sitt í fræðslumálum, taka á móti miklum fjölda listamanna frá öllum heimshornum og standa fyrir sýningum á verkum listamanna af öllu tagi. Gestavinnustofurnar eru full bókaðar út árið og mætti vel bæta við húsnæði undir þann fjölda sem hingað vill sækja. Yfirstandandi sýning, Fjallahringur Seyðisfjarar hefur verið mjög vel sótt og bókin sem gefin var út í tilefni hennar seldist upp nær samstundis. Hún verður þó væntanlega endurútgefin með vorinu og ættu því allir sem vilja […]

Read More