Fréttir

/www/wp content/uploads/2016/10/19

Efling list- og verkgreinakennslu á Austurlandi

Vinnustofa fyrir listgreinakennara á grunn- og framhaldsskólastigi Umræðuefni: Þróun listgreinakennslu – sjálfbærni – staðbundnar auðlindir  – utanaðkomandi listverkefni. Tímasetning:  Laugardagur 5. nóvember 2016  – Kl. 10.30 – 17.00 Staðsetning :  Skriðuklaustur Skapandi nálgun – Rannsókn í efni  – Þróun listgreinakennslu á Austurlandi Austurbrú í samstarfi við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi og SAM félagið grasrótarsamtök skapandi fólks býður grunn og framhaldsskólum á Austurlandi til samtals um þróun og eflingu listgreinakennslu. Tekinn verður upp þráðurinn þar sem frá var horfið í lok árs 2014 en þá var haldin vinnustofa í samstarfi við LungA skólann um Eflingu námstækifæra í skapandi greinum í […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/04/djupivogur 840

Örlistanámskeið fyrir börn

Föstudaginn 21. október mun gestalistamaður Skaftfells, bandaríska listakonan Morgan Kinne, halda örlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þeim að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir að taka þátt meðan pláss leyfir. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður Morgan til halds og trausts og mun aðstoða við að yfirfæra fyrirmælin á íslenska tungu. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Skaftfells kl. 13:00-15:00. Þátttakendur eru beðnir um að mæta í fötum sem mega subbast út.