2010

GEIRI – Líf og list Ásgeirs Emilssonar

GEIRI – Líf og list Ásgeirs Emilssonar

Það er okkur sannur heiður að kynna sýningu á verkum alþýðulistamannsins Ásgeirs Emilssonar. Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson var fæddur 1931 að Hátúni við Seyðisfjörð. Geiri, eins og hann var ávallt kallaður, var litríkur karakter og listamaður af Guðs náð. Hann hafði óstöðvandi sköpunarþörf og verk hans bera merki um natni og listfengi. Þrívíð verk úr dósum, rammar úr sígarettupökkum, málverk með síendurteknum mótífum og mikill fjöldi ljósmynda, sem bera merki um óvenjulegt sjónarhorn listamannsins, eru burðarásinn í ævistarfi Geira. Sýningin í Skaftfelli varpar ljósi á óvenjulegan listamann og opnar gestum glugga inn í einstakan hugarheim Ásgeirs Emilssonar. Í tilefni sýningarinnar hefur […]

Read More

Hús úr gleri

Hús úr gleri

10.05.10 – 30.05.10 Bókabúðin – verkefnarými Sería blandaðra ljósmynda sem kanna samband fjögurra ólíkra staða í Bandaríkjunum, uppbyggingu og hugmyndaheim þeirra. Hið þekkta „Glass House“, verk Philip Johnson er sýnt í samhengi við óþekkta steinsteipu blokk í námubæ í Pensilvaníu. Hálf hrunið auglýsingaskilti er sýnt með tvíburaturnunum, hengt upp á veggxx. Þessar samsetningar ásamt öðrum líkum mynda einskonar þöggla minningu Bandaríkjanna. Uppröðun myndana mun taka daglegum breytingum fyrstu vikuna sem sýningin stendur. Fraser Stables er gestalistamaður á Hóli í maí.